Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 12:31 Það er kominn tími til að Víkingar vinni Evrópuleik. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira