Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 08:01 Garden Ego FC í nýjum búningum sínum. Garden Ego FC Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira