Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. júní 2022 17:00 Í dag er alþjóðlegur dagur húmanista, svo ég sá fyrir mér að nota tækifærið til að hripa niður nokkur orð um hvað það er að vera húmanisti, hvað það gengur vel hjá okkur í Siðmennt og hvað sólstöður séu nú merkilegt fyrirbæri. En þegar ég settist við lyklaborðið rann upp fyrir mér að það væri bara engin eftirspurn eftir slíkum dyggðaskreytingum og sjálfshóli. Það væri miklu þarfara verk að sýna húmanisma í verki með því að beina athyglinni að raunverulegri jaðarsetningu. Því langar mig að rita nokkur orð um eitthvað sem er langt í frá neins konar aðaláhugamál hjá mér: Íþróttir. Trans konur bannaðar í sundi Um helgina kaus Sundsamband Íslands með tillögu um að banna trans konum að keppa á afreksstigi í kvennaflokki í kosningu FINA - Alþjóðasundsambandsins. Ákvörðunin byggir á niðurstöðum starfshóps um að trans konur sem ekki hefðu hafið kynleiðréttingu fyrir kynþroskaskeið, hafi einhvers konar forskot í afrekssundi. Þess í stað á að bjóða upp á opinn flokk, sem er bæði óraunhæf og jaðarsetjandi hugmynd að margra mati. Þessi ákvörðun gengur miklu lengra en takmarkanir annarra íþróttasambanda, en í sumum íþróttum hefur tíðkast að setja mörk á testesterónmagn í blóði eða tilgreina að ákveðin tímamörk hafi liðið frá því að kynleiðréttingarferli hófst og þar með inntaka krosshormóna. Björn Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefur lýst því yfir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli þess að það sé „ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Skortur á samtali Ákvörðun FINA og stuðningur Sundsambands Íslands við þessa ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð innan hinsegin samfélagsins sem utan. Samtökin ‘78 hafa lýst yfir vonbrigðum með að SSÍ, sem er aðili að ÍSÍ, hafi stutt þessa tillögu. ÍSÍ hefur átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 og lagt áherslu á að vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Það hefðu því verið hæg heimatökin fyrir SSÍ að leita ráðgjafar Samtakanna ‘78 áður en svo afdrifarík tillaga var studd. Þá hefur fréttaflutningur um tillöguna skapað vettvang fyrir fordómafulla umræðu í athugasemdakerfum, sem veldur hinsegin fólki miklum sársauka. Hræðslan við sigursælu trans konuna Rökstuðningur formanns Sundsambandsins er meint umhyggja fyrir íþróttakonum. Samt alls ekki öllum íþróttakonum. Bara sískynja íþróttakonum. Ákvörðunin er tekin af hræðslu við það að trans konur muni dómínera alla kvennaflokka, eitthvað sem hefur reyndar alls ekki gerst, þrátt fyrir að trans konur hafi mátt keppa í kvennaflokkum í öllum íþróttagreinum fram að þessu. Raunar er það svo, að þrátt fyrir að verðlaunapallar á heims- og álfumótum í hundruðum keppnisgreina skipti þúsundum, þá komast trans konur nánast aldrei á þessa palla. Aðeins örfáar trans konurnar hafa skarað fram úr. Stelpur sem stunda íþróttir Ef að Sundsambandi Íslands væri sannarlega annt um íþróttakonur væri lag að taka betur á því kynferðisofbeldi sem karlar beita konur innan greinarinnar. Ef íslenskt íþróttasamfélag bæri hag íþróttakvenna fyrir brjósti, væri kannski ekki úr vegi að þurrka út kynbundinn launamun afreksíþróttafólks, sem er jafnvel margfaldur. Þá væri kannski áhersluatriði að ganga úr skugga um að stelpur sem stunda íþróttir fái ekki kerfisbundið verri æfingartíma, minni verðlaunagripi og slakari aðstöðu. Kannski væri sniðugt að beina sjónum að því hvernig karlar fara með nánast öll völd í mörgum íþróttasamböndum landsins. Eða bara yfirhöfuð reyna að finna orsakir þess að tvöfalt fleiri drengir æfi íþróttir en stúlkur. Liðamótalaus, leggjastuttur og laktósasýrulágur Vafalaust má merkja einhvers konar forskot við íþróttaiðkun þegar líkamsuppbygging trans kvenna er borin saman við meðalsískonuna, þrátt fyrir núgildandi takmarkanir sem byggja á testesterónmagni. En málið er að afreksfólk í íþróttum er ekki meðalfólk. Það að ná árangri kostar náttúrulega þrotlausa vinnu, forgangsröðun og alúð við íþróttina. En heppni er þó mögulega einn af stærstu þáttunum sem ráða hvaða íþróttafólk skarar fram úr. Sundkappinn Michael Phelps hefur til dæmis algjöra líkamlega yfirburði yfir keppinauta sína. Hann er með stóran faðm og stutta leggi. Á meðan meðalmanneskjan er með sirka jafnlangan faðm og hún er há, þá er faðmur Phelps hlutfallslega lengri. Þá er hann með stóra fætur og tvöföld liðamót, þannig að öklarnir á honum beygjast 15% gleiðar en keppinauta hans. Hann framleiðir helmingi minni mjólkursýru en keppinautarnir og er með tvöfalt rúmmeiri lungu. Allt þetta, auk stórkostlegrar ástundunar auðvitað, hefur leitt til þess að sundferill Phelps er algjörlega mikilfenglegur. En fáir íþróttaunnendur kalla eftir banni við því að Phelps geti notað þessi erfðafræðilegu forréttindi sín. Þvert á móti er hann einn medalíuskreyttasti íþróttamaður allra tíma. Þá gefa alls konar líkamlegir yfirburðir forskot í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hávaxin skara fram úr í körfubolta. Lungnastærð, genetískur vöðvamassi, líkamshlutföll og ýmsir aðrir þættir sem stýrast mikið til af erfðum, geta haft afgerandi áhrif á velgengni þína í ákveðnum íþróttum. Áhrifin markföld Það er erfitt að sjá hvernig umhyggja fyrir konum stýri ákvörðunum SSÍ og Alþjóðasundsambandsins. Líklega á þessi ákvörðun eftir að draga stóran dilk á eftir sér, ekki bara fyrir trans sundkonur, heldur fyrir annað trans íþróttafólk, intersex íþróttafólk, trans fólk í heild sinni og jafnvel hinsegin samfélagið allt. Það er nefnilega ráðist að trans fólki úr öllum áttum í löndunum í kringum okkur og þetta er ekkert nema vatn á myllu einstaklinga sem telja að konum steðji einhvers konar ógn af trans konum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá stafar íþróttakonum, bæði sís og trans, aðallega ógn af feðraveldinu. Höfundur er formaður Siðmenntar. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi húmanista, en húmanistar berjast fyrir mannréttindum og gegn misrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Sund Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur húmanista, svo ég sá fyrir mér að nota tækifærið til að hripa niður nokkur orð um hvað það er að vera húmanisti, hvað það gengur vel hjá okkur í Siðmennt og hvað sólstöður séu nú merkilegt fyrirbæri. En þegar ég settist við lyklaborðið rann upp fyrir mér að það væri bara engin eftirspurn eftir slíkum dyggðaskreytingum og sjálfshóli. Það væri miklu þarfara verk að sýna húmanisma í verki með því að beina athyglinni að raunverulegri jaðarsetningu. Því langar mig að rita nokkur orð um eitthvað sem er langt í frá neins konar aðaláhugamál hjá mér: Íþróttir. Trans konur bannaðar í sundi Um helgina kaus Sundsamband Íslands með tillögu um að banna trans konum að keppa á afreksstigi í kvennaflokki í kosningu FINA - Alþjóðasundsambandsins. Ákvörðunin byggir á niðurstöðum starfshóps um að trans konur sem ekki hefðu hafið kynleiðréttingu fyrir kynþroskaskeið, hafi einhvers konar forskot í afrekssundi. Þess í stað á að bjóða upp á opinn flokk, sem er bæði óraunhæf og jaðarsetjandi hugmynd að margra mati. Þessi ákvörðun gengur miklu lengra en takmarkanir annarra íþróttasambanda, en í sumum íþróttum hefur tíðkast að setja mörk á testesterónmagn í blóði eða tilgreina að ákveðin tímamörk hafi liðið frá því að kynleiðréttingarferli hófst og þar með inntaka krosshormóna. Björn Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefur lýst því yfir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli þess að það sé „ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Skortur á samtali Ákvörðun FINA og stuðningur Sundsambands Íslands við þessa ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð innan hinsegin samfélagsins sem utan. Samtökin ‘78 hafa lýst yfir vonbrigðum með að SSÍ, sem er aðili að ÍSÍ, hafi stutt þessa tillögu. ÍSÍ hefur átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 og lagt áherslu á að vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Það hefðu því verið hæg heimatökin fyrir SSÍ að leita ráðgjafar Samtakanna ‘78 áður en svo afdrifarík tillaga var studd. Þá hefur fréttaflutningur um tillöguna skapað vettvang fyrir fordómafulla umræðu í athugasemdakerfum, sem veldur hinsegin fólki miklum sársauka. Hræðslan við sigursælu trans konuna Rökstuðningur formanns Sundsambandsins er meint umhyggja fyrir íþróttakonum. Samt alls ekki öllum íþróttakonum. Bara sískynja íþróttakonum. Ákvörðunin er tekin af hræðslu við það að trans konur muni dómínera alla kvennaflokka, eitthvað sem hefur reyndar alls ekki gerst, þrátt fyrir að trans konur hafi mátt keppa í kvennaflokkum í öllum íþróttagreinum fram að þessu. Raunar er það svo, að þrátt fyrir að verðlaunapallar á heims- og álfumótum í hundruðum keppnisgreina skipti þúsundum, þá komast trans konur nánast aldrei á þessa palla. Aðeins örfáar trans konurnar hafa skarað fram úr. Stelpur sem stunda íþróttir Ef að Sundsambandi Íslands væri sannarlega annt um íþróttakonur væri lag að taka betur á því kynferðisofbeldi sem karlar beita konur innan greinarinnar. Ef íslenskt íþróttasamfélag bæri hag íþróttakvenna fyrir brjósti, væri kannski ekki úr vegi að þurrka út kynbundinn launamun afreksíþróttafólks, sem er jafnvel margfaldur. Þá væri kannski áhersluatriði að ganga úr skugga um að stelpur sem stunda íþróttir fái ekki kerfisbundið verri æfingartíma, minni verðlaunagripi og slakari aðstöðu. Kannski væri sniðugt að beina sjónum að því hvernig karlar fara með nánast öll völd í mörgum íþróttasamböndum landsins. Eða bara yfirhöfuð reyna að finna orsakir þess að tvöfalt fleiri drengir æfi íþróttir en stúlkur. Liðamótalaus, leggjastuttur og laktósasýrulágur Vafalaust má merkja einhvers konar forskot við íþróttaiðkun þegar líkamsuppbygging trans kvenna er borin saman við meðalsískonuna, þrátt fyrir núgildandi takmarkanir sem byggja á testesterónmagni. En málið er að afreksfólk í íþróttum er ekki meðalfólk. Það að ná árangri kostar náttúrulega þrotlausa vinnu, forgangsröðun og alúð við íþróttina. En heppni er þó mögulega einn af stærstu þáttunum sem ráða hvaða íþróttafólk skarar fram úr. Sundkappinn Michael Phelps hefur til dæmis algjöra líkamlega yfirburði yfir keppinauta sína. Hann er með stóran faðm og stutta leggi. Á meðan meðalmanneskjan er með sirka jafnlangan faðm og hún er há, þá er faðmur Phelps hlutfallslega lengri. Þá er hann með stóra fætur og tvöföld liðamót, þannig að öklarnir á honum beygjast 15% gleiðar en keppinauta hans. Hann framleiðir helmingi minni mjólkursýru en keppinautarnir og er með tvöfalt rúmmeiri lungu. Allt þetta, auk stórkostlegrar ástundunar auðvitað, hefur leitt til þess að sundferill Phelps er algjörlega mikilfenglegur. En fáir íþróttaunnendur kalla eftir banni við því að Phelps geti notað þessi erfðafræðilegu forréttindi sín. Þvert á móti er hann einn medalíuskreyttasti íþróttamaður allra tíma. Þá gefa alls konar líkamlegir yfirburðir forskot í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hávaxin skara fram úr í körfubolta. Lungnastærð, genetískur vöðvamassi, líkamshlutföll og ýmsir aðrir þættir sem stýrast mikið til af erfðum, geta haft afgerandi áhrif á velgengni þína í ákveðnum íþróttum. Áhrifin markföld Það er erfitt að sjá hvernig umhyggja fyrir konum stýri ákvörðunum SSÍ og Alþjóðasundsambandsins. Líklega á þessi ákvörðun eftir að draga stóran dilk á eftir sér, ekki bara fyrir trans sundkonur, heldur fyrir annað trans íþróttafólk, intersex íþróttafólk, trans fólk í heild sinni og jafnvel hinsegin samfélagið allt. Það er nefnilega ráðist að trans fólki úr öllum áttum í löndunum í kringum okkur og þetta er ekkert nema vatn á myllu einstaklinga sem telja að konum steðji einhvers konar ógn af trans konum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá stafar íþróttakonum, bæði sís og trans, aðallega ógn af feðraveldinu. Höfundur er formaður Siðmenntar. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi húmanista, en húmanistar berjast fyrir mannréttindum og gegn misrétti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar