Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 09:29 Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði. Bíllinn sem skotið var á sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira