Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2022 13:19 Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. Aðsend/Getty Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“ Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“
Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21