Segir umboðsmenn leikmanna reyna að græða á ástandinu í Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 07:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni. Mustafa Ciftci/Getty Images Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu. Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu. Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu.
Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00
Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34
Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45