Hvað drepast margar merar árlega vegna blóðmerahalds? Ólafur R. Rafnsson skrifar 24. júní 2022 10:01 Mikil andstaða er um blóðmerahald á Íslandi í kjölfar myndbirtinga alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka á síðasta ári. Meðal þess sem gerst hefur í framhaldi af þessari myndbirtingu er að lagt hefur verið fram frumvarp um bann við blóðmerahaldi. Svínabændur í Sviss ályktuðu þess efnis að hætta notkun hormóns sem framleitt er úr merablóði. Mjög mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um málið bæði í erlendum sem innlendum fjölmiðlum. Bændur hérlendis hafa sagt upp samningi við framleiðenda hormóns sem unnið er úr merablóði vegna verðs sem greitt er fyrir blóðið og hefur verið óbreytt í 40 ár. Hef áður skrifað grein um útreikninga um hvað það kostar að halda hross á ári og hvað Ísteka hefur greitt fyrir það, sama verð í 40 þar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins gerði tilraun til að þyrla upp ryki með því að svara því til að ekki væri verið að gera ráð fyrir að krónan hafi fallið hér á árum áður. Þessar tölur voru fengnar með aðstoð verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands og ætti þá sú reiknivél að vera röng samkvæmt framkvæmdastjóra Ísteka. Þegar ég tek mín hross á hús eftir nokkra mánuði, eða bara nokkrar vikur tekur sum þeirra nokkra daga allt upp undir viku að venjast því að vera komin á hús, full tamin hross. Þannig að eina snerting blóðmerar við manninn er neikvæð, þvinguð og hefur mismikil áhrif á skepnuna. Þeir sem stunda þetta eða koma að þessu bera litla virðingu fyrir hestinum og framkvæma þetta eingöngu til að græða peninga á kostnað skepnunnar. Ef hægt væri að taka því trúarlegu að lítil sem engin „frávik“ væru þá ættu að liggja fyrir skráningar um eftirfarandi: Fjöldi mera sem eru í blóðtöku Fjöldi skipta þeirra mera sem blóði er safnað úr Fjöldi mera sem drepast a) Vegna blóðtökub) Vegna annarra þátta Fjöldi hryssa sem slasast við blóðtöku Fjöldi folalda sem fæðast Fjöldi folalda sem send eru í sláturhús Fjöldi folalda sem drepast a) Fæðast dauðb) Vegna slysac) Vegna annarra þátta Verulegir annmarkar eru á bókhaldi um stofnstærð íslenska hestsins hérlendis. Samkvæmt Worldfeng sem er sambærilegt og Íslendingabók, eru u.þ.b. 53þ skráð hross en líklega er stofnstærðin um 80þ! Hvað ætli það séu margar merar sem eru í blóðtöku sem eru ekki skráðar í Worldfeng? Hvað ætli það séu margar skráningar sem rata í Worlfeng að meri fyljast? Í 31. Tölublaði Dagblaðsins Vísis er grein sem ber yfirskriftina „Fannst hvorki dauð né lifandi fyrr en áratug síðar – Örmerkingin kjaftaði frá“ Þar kemur fram að hryssa í eigu Jakobs Jóhanns Einarssonar týnist 10 árum áður en fyrir tilviljun fékk hann póst frá Bændasamtökunum um að hryssan hafi fyljast. Þá kemur í ljós að hún er í blóðmerastóði og umsjónaraðili hennar segist ekki kannast neitt við hana eða hvaðan hún kom. Hversu algengt ætli það sé að hryssum sé haldið í stóði og blóði safnað úr þeim og þær jafnvel drepist án þess að neitt bókhald sé haldið utan um slíkt? Því hefur einnig verið haldið ítrekað fram í umræðum um málið að það séu svo lítil frávik í þessari svokölluðu búgrein, að það hljóti þá að vera allt í lagi að stunda þetta. Þessi dýr lifi í draumalandi, frjáls meirihluta ævinnar og einungis í nokkrar vikur á ári eru samskipti við fólk þegar blóðsöfnun fer fram. Þá hefur formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands tekið undir þetta sem og aðrir hagsmunaaðilar og líkt blóðsöfnuninni við að mjólka kýr. Hvað ætli margar kýr drepist árlega við það að þær séu mjólkaðar. Þessi samanburður er fráleitur. Í 16. tölublaði Bændablaðsins árið 2000 er grein þar sem fjallað er um hvort blóðsöfnun falli undir ákvæði dýraverndunarlaga. Þar er komið inn á að umhverfisráðuneytið hafi sent inn fyrirspurn til fyrirtækisins Ísteka um málið og að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að þessi blóðsöfnum stangist á við lög um dýravelferð og eigi þar með að fá sérstakt leyfi tilraunadýranefndar. Fram kemur í sömu grein, haft eftir Halldóri Runólfssyni, þáverandi yfirdýralæknir í viðtali við Morgunblaðið, að ein til tvær merar drepast árlega vegna blóðtöku sem eru „hverfandi afföll“. Þá er einnig haft eftir Herði Kristjánssyni forsvarsmanni Ísteka að þessi blóðsöfnun sé ekkert frábrugðna því að nýta mjólkina úr kúnnum og bendir á að yfirdýralæknir hafi lýst þeirri sömu skoðun tveimur árum áður! Á formannafundi FH fjórum árum síðar er bókun um að „Hörður Kristjánsson frá Ísteka hafi fjallað um blóðtökuna og að verið sé að framleiða frjósemislyf fyrir konur sem vaxandi áhugi er fyrir. Þá hvatti hann hrossabændur til að taka þátt í verkefninu en það vantaði þá um 300 hryssur til viðbótar við þær rúmlega 2000 sem væri verið að taka blóð úr.“ Ef við gefum okkur þær forsendur að árið 2004 hafi verið um 2.000 merar sem voru notaðar til blóðtöku og að það hafi drepist tvær á ári við blóðtökuna, væri það nú að lágmarki 6-8 árlega sé m.v. þær forsendur til gengið er út frá í þessum heimildum reiknað til dagsins í dag. Einnig væri mjög fróðlegt að fá upplýsingar um hvaða frjósemislyf fyrir konur fyrirtækið Ísteka var á þessum tíma að vinna að framleiðslu á? Hef ég rætt við ýmsa um þetta málefni og minnist þess að hafa heyrt því fleygt fram að þessi blóðsöfnun hafi verið til að búa til lyf handa mönnum. Þessar heimildir renna stoðum undir þetta en af því er ég best veit, er verið að framleiða efni til að auka frjósemi gylta og kinda en ekki manna. Þegar að eftirlit með þessari starfsemi er í skötulíki og hagsmunaaðilar, dýralæknar sem eru á launum hjá Ísteka eiga að hafa eftirlit ásamt MAST með velferð dýra er ekkert skrítið að það er látið líta þannig úr að lítil sem „engin frávik“ séu í þessari grein. Stærsti hagsmunaaðili í málinu, ásamt eftirlitsaðila funduðu saman um hvernig eftirliti ætti að vera með framkvæmd blóðsöfnunar. Það er verulega gagnrýnivert og langt frá því að vera í lagi. Hver er svo ábyrgð þeirra dýralækna sem eru verktakar hjá Ísteka og vinna við blóðsöfnunina? Eru þeir ekki á milli steins og sleggju, þ.e. annars vegar að fá greitt fyrir vinnuna sem verktakar og hins vegar siðferðisleg skylda þeirra að gera ekki aðgerð á dýri nema ef lífi þess er ógnað. Ég spyr hvort að þeir dýralæknar sem vinna við þetta ættu ekki að leggja niður störf því þá væri þetta sjálfhætt líklegast? Eina leiðin til að hægt sé að innleiða trúverðugt gæðastjórnunarkerfi er ef það er útfært af óháðum aðilum og að setja lög þar sem háar sektir eru fyrir brot á lögum og/eða reglugerðum. Hægt væri að líta til nýrra persónuverndarlaga en áður en löggjöfin var innleidd þá voru litlar upplýsingar sem bárust Persónuvernd en nú hefur stofnunin ekki undan að vinna úr ábendingum sem henni hefur borist. Nú hef ég starfað sem ráðgjafi við innleiðingu og úttektir á gæðakerfum hjá fjölda fyrirtækja og stofnana sl. Frávika/atvikaskráningar eru ein meginstoð allra gæðakerfa og það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það séu en engin frávik við blóðmerahald því það eru engin frávik skráð. Það er miklu frekar tilefni til að ætla að eftirliti sé verulega ábótavant, að forsendur til að skrá, tilkynna og vinna úr frávikum sé ekki til staðar og að forsendur gæðastjórnunarkerfisins sé verulega ábótavant. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum að starfshópur á vegum ráðherra sem nýlega skilaði niðurstöðu mælti með því að haldið verði áfram að stunda blóðsöfnun, þó með jákvæðum breytingum. Nú styttist í Landsmót hestamanna sem margir hafa beðið með eftirvæntingu sem fram fer á sama tíma og fylfullar merar eru spenntar fyrir í básum og 5 lítrar af blóði teknar úr þeim. Þetta er ekkert annað en dýraníð og ættu íslensk stjórnvöld að sýna dug og banna þessa starfsemi með öllu þegar í stað. Höfundur er ráðgjafi við áhættustjórnun og innleiðingu og úttektum á gæðastjórnunarkerfum og stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð stofnuð 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikil andstaða er um blóðmerahald á Íslandi í kjölfar myndbirtinga alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka á síðasta ári. Meðal þess sem gerst hefur í framhaldi af þessari myndbirtingu er að lagt hefur verið fram frumvarp um bann við blóðmerahaldi. Svínabændur í Sviss ályktuðu þess efnis að hætta notkun hormóns sem framleitt er úr merablóði. Mjög mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um málið bæði í erlendum sem innlendum fjölmiðlum. Bændur hérlendis hafa sagt upp samningi við framleiðenda hormóns sem unnið er úr merablóði vegna verðs sem greitt er fyrir blóðið og hefur verið óbreytt í 40 ár. Hef áður skrifað grein um útreikninga um hvað það kostar að halda hross á ári og hvað Ísteka hefur greitt fyrir það, sama verð í 40 þar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins gerði tilraun til að þyrla upp ryki með því að svara því til að ekki væri verið að gera ráð fyrir að krónan hafi fallið hér á árum áður. Þessar tölur voru fengnar með aðstoð verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands og ætti þá sú reiknivél að vera röng samkvæmt framkvæmdastjóra Ísteka. Þegar ég tek mín hross á hús eftir nokkra mánuði, eða bara nokkrar vikur tekur sum þeirra nokkra daga allt upp undir viku að venjast því að vera komin á hús, full tamin hross. Þannig að eina snerting blóðmerar við manninn er neikvæð, þvinguð og hefur mismikil áhrif á skepnuna. Þeir sem stunda þetta eða koma að þessu bera litla virðingu fyrir hestinum og framkvæma þetta eingöngu til að græða peninga á kostnað skepnunnar. Ef hægt væri að taka því trúarlegu að lítil sem engin „frávik“ væru þá ættu að liggja fyrir skráningar um eftirfarandi: Fjöldi mera sem eru í blóðtöku Fjöldi skipta þeirra mera sem blóði er safnað úr Fjöldi mera sem drepast a) Vegna blóðtökub) Vegna annarra þátta Fjöldi hryssa sem slasast við blóðtöku Fjöldi folalda sem fæðast Fjöldi folalda sem send eru í sláturhús Fjöldi folalda sem drepast a) Fæðast dauðb) Vegna slysac) Vegna annarra þátta Verulegir annmarkar eru á bókhaldi um stofnstærð íslenska hestsins hérlendis. Samkvæmt Worldfeng sem er sambærilegt og Íslendingabók, eru u.þ.b. 53þ skráð hross en líklega er stofnstærðin um 80þ! Hvað ætli það séu margar merar sem eru í blóðtöku sem eru ekki skráðar í Worldfeng? Hvað ætli það séu margar skráningar sem rata í Worlfeng að meri fyljast? Í 31. Tölublaði Dagblaðsins Vísis er grein sem ber yfirskriftina „Fannst hvorki dauð né lifandi fyrr en áratug síðar – Örmerkingin kjaftaði frá“ Þar kemur fram að hryssa í eigu Jakobs Jóhanns Einarssonar týnist 10 árum áður en fyrir tilviljun fékk hann póst frá Bændasamtökunum um að hryssan hafi fyljast. Þá kemur í ljós að hún er í blóðmerastóði og umsjónaraðili hennar segist ekki kannast neitt við hana eða hvaðan hún kom. Hversu algengt ætli það sé að hryssum sé haldið í stóði og blóði safnað úr þeim og þær jafnvel drepist án þess að neitt bókhald sé haldið utan um slíkt? Því hefur einnig verið haldið ítrekað fram í umræðum um málið að það séu svo lítil frávik í þessari svokölluðu búgrein, að það hljóti þá að vera allt í lagi að stunda þetta. Þessi dýr lifi í draumalandi, frjáls meirihluta ævinnar og einungis í nokkrar vikur á ári eru samskipti við fólk þegar blóðsöfnun fer fram. Þá hefur formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands tekið undir þetta sem og aðrir hagsmunaaðilar og líkt blóðsöfnuninni við að mjólka kýr. Hvað ætli margar kýr drepist árlega við það að þær séu mjólkaðar. Þessi samanburður er fráleitur. Í 16. tölublaði Bændablaðsins árið 2000 er grein þar sem fjallað er um hvort blóðsöfnun falli undir ákvæði dýraverndunarlaga. Þar er komið inn á að umhverfisráðuneytið hafi sent inn fyrirspurn til fyrirtækisins Ísteka um málið og að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að þessi blóðsöfnum stangist á við lög um dýravelferð og eigi þar með að fá sérstakt leyfi tilraunadýranefndar. Fram kemur í sömu grein, haft eftir Halldóri Runólfssyni, þáverandi yfirdýralæknir í viðtali við Morgunblaðið, að ein til tvær merar drepast árlega vegna blóðtöku sem eru „hverfandi afföll“. Þá er einnig haft eftir Herði Kristjánssyni forsvarsmanni Ísteka að þessi blóðsöfnun sé ekkert frábrugðna því að nýta mjólkina úr kúnnum og bendir á að yfirdýralæknir hafi lýst þeirri sömu skoðun tveimur árum áður! Á formannafundi FH fjórum árum síðar er bókun um að „Hörður Kristjánsson frá Ísteka hafi fjallað um blóðtökuna og að verið sé að framleiða frjósemislyf fyrir konur sem vaxandi áhugi er fyrir. Þá hvatti hann hrossabændur til að taka þátt í verkefninu en það vantaði þá um 300 hryssur til viðbótar við þær rúmlega 2000 sem væri verið að taka blóð úr.“ Ef við gefum okkur þær forsendur að árið 2004 hafi verið um 2.000 merar sem voru notaðar til blóðtöku og að það hafi drepist tvær á ári við blóðtökuna, væri það nú að lágmarki 6-8 árlega sé m.v. þær forsendur til gengið er út frá í þessum heimildum reiknað til dagsins í dag. Einnig væri mjög fróðlegt að fá upplýsingar um hvaða frjósemislyf fyrir konur fyrirtækið Ísteka var á þessum tíma að vinna að framleiðslu á? Hef ég rætt við ýmsa um þetta málefni og minnist þess að hafa heyrt því fleygt fram að þessi blóðsöfnun hafi verið til að búa til lyf handa mönnum. Þessar heimildir renna stoðum undir þetta en af því er ég best veit, er verið að framleiða efni til að auka frjósemi gylta og kinda en ekki manna. Þegar að eftirlit með þessari starfsemi er í skötulíki og hagsmunaaðilar, dýralæknar sem eru á launum hjá Ísteka eiga að hafa eftirlit ásamt MAST með velferð dýra er ekkert skrítið að það er látið líta þannig úr að lítil sem „engin frávik“ séu í þessari grein. Stærsti hagsmunaaðili í málinu, ásamt eftirlitsaðila funduðu saman um hvernig eftirliti ætti að vera með framkvæmd blóðsöfnunar. Það er verulega gagnrýnivert og langt frá því að vera í lagi. Hver er svo ábyrgð þeirra dýralækna sem eru verktakar hjá Ísteka og vinna við blóðsöfnunina? Eru þeir ekki á milli steins og sleggju, þ.e. annars vegar að fá greitt fyrir vinnuna sem verktakar og hins vegar siðferðisleg skylda þeirra að gera ekki aðgerð á dýri nema ef lífi þess er ógnað. Ég spyr hvort að þeir dýralæknar sem vinna við þetta ættu ekki að leggja niður störf því þá væri þetta sjálfhætt líklegast? Eina leiðin til að hægt sé að innleiða trúverðugt gæðastjórnunarkerfi er ef það er útfært af óháðum aðilum og að setja lög þar sem háar sektir eru fyrir brot á lögum og/eða reglugerðum. Hægt væri að líta til nýrra persónuverndarlaga en áður en löggjöfin var innleidd þá voru litlar upplýsingar sem bárust Persónuvernd en nú hefur stofnunin ekki undan að vinna úr ábendingum sem henni hefur borist. Nú hef ég starfað sem ráðgjafi við innleiðingu og úttektir á gæðakerfum hjá fjölda fyrirtækja og stofnana sl. Frávika/atvikaskráningar eru ein meginstoð allra gæðakerfa og það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það séu en engin frávik við blóðmerahald því það eru engin frávik skráð. Það er miklu frekar tilefni til að ætla að eftirliti sé verulega ábótavant, að forsendur til að skrá, tilkynna og vinna úr frávikum sé ekki til staðar og að forsendur gæðastjórnunarkerfisins sé verulega ábótavant. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum að starfshópur á vegum ráðherra sem nýlega skilaði niðurstöðu mælti með því að haldið verði áfram að stunda blóðsöfnun, þó með jákvæðum breytingum. Nú styttist í Landsmót hestamanna sem margir hafa beðið með eftirvæntingu sem fram fer á sama tíma og fylfullar merar eru spenntar fyrir í básum og 5 lítrar af blóði teknar úr þeim. Þetta er ekkert annað en dýraníð og ættu íslensk stjórnvöld að sýna dug og banna þessa starfsemi með öllu þegar í stað. Höfundur er ráðgjafi við áhættustjórnun og innleiðingu og úttektum á gæðastjórnunarkerfum og stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð stofnuð 2022.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun