Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53