Ekki bara minnihlutar í fýlukasti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2022 22:02 Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Vísir/ívar Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur. Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48