Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 14:39 Dómararnir níu við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra samþykktu að svipta konur réttinum til þungunarrofs í gær. Vísir/EPA Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022 Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022
Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent