Fótbolti

Chelsea boðið að bera víurnar í Ronaldo

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óvissa er um framtíð Cristiano Ronaldo.
Óvissa er um framtíð Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty

Forráðamönnum Chelsea hefur verið boðið að gera tilboð í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, ef marka má frétt Telegraph.

Cristiano Ronaldo er samningsbundinn Manchester United til næsta sumars en fregnir hafa borist af því að hann sé ekki í framtíðarplönum Erik ten Hag, nýráðins knattspynustjóra félagsins. 

Það hafi valdið kurr hjá portúgalska landsliðsframherjanum sem vilji því leita á önnur mið. 

Samkvæmt frétt Telegraph hafa einstaklingar á vegum Chelsea sett sig í samband við Jorge Mendes, umboðsmann Ronaldos. 

Erik ten Hag hefur hins vegar sagt opinberlega að hann vilji halda Ronaldo í herbúðum Manchester United og hann hyggist byggja sóknarleik sinn í kringum Portúgalann. 

Enskir miðlar segja sumir að Ronaldo sé ánægður á Old Trafford en aðrir að hann vilji ólmur fara. 

Chelsea hefur einnig verið orðað sterklega við annan leikmann í Machester-borg, það er Raheem Sterling, leikmann Manchester City. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×