Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 14:17 Brittney Grine, körfuboltakonu og Ólympíuverðlaunahafa, fylgt inn í réttarsal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern. Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern.
Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00