Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Dagur Sigurðsson og hans menn voru sviptir tækifærinu til að komast inn á HM og fengu ekki boðsæti frá IHF. Getty/Slavko Midzor Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi. Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira