Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:29 Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús freista þess að komast inn á The Open. seth@golf.is Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli. Golf Opna breska Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli.
Golf Opna breska Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira