Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 17:01 Getty/ Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a> Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31