Aðeins um dagdrykkju gamalmenna - af hverju eru þau að drekka? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. júní 2022 11:00 Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldri borgarar Áfengi og tóbak Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun