Heja! Margrét Kristín Blöndal skrifar 30. júní 2022 11:31 Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Utanríkismál Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun