Fimm dagar í EM: Leit upp til Gerrards en flautæfingarnar hafa engu skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Tékkum á SheBelievesCup í febrúar. Getty/Ric Tapia Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hafnfirski miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er næst í röðinni. Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira