Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:33 Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan
Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28