„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2022 14:23 Metþátttaka er bæði á Pollamótinu og N1 mótinu. Þór Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu. Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“ Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“
Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12
Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01