Ten Hag lætur til sín taka á æfingasvæðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 07:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United. Ash Donelon/Getty Images Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United mættu hófu undirbúningstímabil sitt á mánudaginn. Þeir hafa nú fengið eina viku með nýjum þjálfara liðsins og virðist sem hann hugi að hverju smáatriði ásamt því að bjóða upp á virkilega þungar æfingar. Eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax var Erik ten Hag ráðinn þjálfari Man United. Félagið er í leit að manni til að lyfta því upp í hæstu hæðir og vonast til að Hollendingurinn geti gert það sem David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick tókst ekki. Þó félagið hafi ekki enn opnað veskið þá mættu leikmenn liðsins til æfinga á mánudaginn var og fengu að kynnast nýja þjálfaranum. „Mikill ákafi, ekki aðeins á líkamlega þáttinn heldur einnig þann andlega. Hann vill að þú hugsir, hugsir og hugsir meira,“ sagði einn af aðalliðsleikmönnum Man United í viðtali við Sky Sports. Another hard day of work at Carrington #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 30, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports um fyrstu viku Man United undir stjórn Ten Hag þá hefur það komið á óvart hversu virkur hann er á æfingasvæðinu og hversu mikið leikmenn sjá af boltanum. Á undirbúningstímabili er venjan oftar en ekki sú að menn hlaupa töluvert án bolta en það virðist ekki vera þannig hjá Ten Hag. Ólíkt forverum sínum þá eru Ten Hag, og aðstoðarmenn hans – Mitchell van der Gaag og Steve McClaren – mjög duglegir að stöðva æfingar ef þeim finnst leikmenn ekki vera gera æfinguna eins og þeir vilja að hún sé gerð. Ten Hag vill að leikmönnum líði vel með boltann og taki réttar ákvarðanir. Hann hefur ítrekað heyrst segja „ekki nægilega gott, gefðu mér allt sem þú átt“ við leikmenn liðsins á undanförnum dögum. Listen in #MUFC pic.twitter.com/tMxwSfBGL6— Manchester United (@ManUtd) June 29, 2022 Flestir leikmenn liðsins virðast taka vel í þetta sem og þá ákvörðun Ten Hag að allir leikmenn skulu vera mættir til vinnu klukkan 09.00 á morgnanna. Vill klára öll félagaskipti fyrir 8. júlí Þó svo að Ten Hag hafi fyrst um sinn sagt að Man United ætti að vera klárt með leikmannahóp sinn þegar undirbúningstímabilið færi af stað þá vill hann ekki bíða lengur en til 8. júlí. Man Utd hefur verið á höttunum á eftir hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong en sá virðist ekki vilja yfirgefa Barcelona. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er í þann mund að ganga til liðs við félagið frá Feyenoord og þá er talið að bæði danski miðjumaðurinn Christian Eriksen og brasilíski vængmaðurinn Antony séu á leiðinni. Einnig er félagið orðað við Argentínumanninn Lisandro Martínez en sá spilar með Ajax og þekkir því Ten Hag vel. Ekkert er farið yfir þá leikmenn sem Ten Hag gæti viljað losa sig við. Markvörðurinn Dean Henderson er orðaður við nýliða Nottingham Forest en hann er líklegri til að fara þangað á láni frekar en að Forest kaupi hann alfarið. Miðjumaðurinn James Garnar var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn. Vinstri bakvörðurinn Malacia er svo einn fjögurra leikmanna sem getur leyst þá stöðu. Ásamt honum eru þeir Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams allir vanir að spila stöðu vinstri bakvarðar. Sá síðarnefndi getur einnig spilað hægri bakvörð en þar eru fyrir tveir leikmenn. Phil Jones verður að öllum líkindum ekki áfram hjá Man Utd.Getty/Matthew Peters Talið er að Phil Jones megi finna sér nýtt lið og má reikna með að Eric Bailly og Axel Tuanzebe séu falir fyrir rétt verð. Fulham vill fá miðjumanninn Andreas Pereira en hann ku vilja halda heim til Brasilíu. Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial var búinn að gefa út að hann vildi yfirgefa félagið og þá er ólíklegt að Amad Diallo og Facundo Pellistri fái mörg tækifæri í vetur. Sömu sögu er að segja af Tahith Chong sem virðist vera á leið heim til Feyenoord. Það er því nær öruggt að leikmannahópur Man Utd mun taka miklum breytingum áður en Man Utd mætir Brighton & Hove Albion þann 7. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax var Erik ten Hag ráðinn þjálfari Man United. Félagið er í leit að manni til að lyfta því upp í hæstu hæðir og vonast til að Hollendingurinn geti gert það sem David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick tókst ekki. Þó félagið hafi ekki enn opnað veskið þá mættu leikmenn liðsins til æfinga á mánudaginn var og fengu að kynnast nýja þjálfaranum. „Mikill ákafi, ekki aðeins á líkamlega þáttinn heldur einnig þann andlega. Hann vill að þú hugsir, hugsir og hugsir meira,“ sagði einn af aðalliðsleikmönnum Man United í viðtali við Sky Sports. Another hard day of work at Carrington #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 30, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports um fyrstu viku Man United undir stjórn Ten Hag þá hefur það komið á óvart hversu virkur hann er á æfingasvæðinu og hversu mikið leikmenn sjá af boltanum. Á undirbúningstímabili er venjan oftar en ekki sú að menn hlaupa töluvert án bolta en það virðist ekki vera þannig hjá Ten Hag. Ólíkt forverum sínum þá eru Ten Hag, og aðstoðarmenn hans – Mitchell van der Gaag og Steve McClaren – mjög duglegir að stöðva æfingar ef þeim finnst leikmenn ekki vera gera æfinguna eins og þeir vilja að hún sé gerð. Ten Hag vill að leikmönnum líði vel með boltann og taki réttar ákvarðanir. Hann hefur ítrekað heyrst segja „ekki nægilega gott, gefðu mér allt sem þú átt“ við leikmenn liðsins á undanförnum dögum. Listen in #MUFC pic.twitter.com/tMxwSfBGL6— Manchester United (@ManUtd) June 29, 2022 Flestir leikmenn liðsins virðast taka vel í þetta sem og þá ákvörðun Ten Hag að allir leikmenn skulu vera mættir til vinnu klukkan 09.00 á morgnanna. Vill klára öll félagaskipti fyrir 8. júlí Þó svo að Ten Hag hafi fyrst um sinn sagt að Man United ætti að vera klárt með leikmannahóp sinn þegar undirbúningstímabilið færi af stað þá vill hann ekki bíða lengur en til 8. júlí. Man Utd hefur verið á höttunum á eftir hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong en sá virðist ekki vilja yfirgefa Barcelona. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er í þann mund að ganga til liðs við félagið frá Feyenoord og þá er talið að bæði danski miðjumaðurinn Christian Eriksen og brasilíski vængmaðurinn Antony séu á leiðinni. Einnig er félagið orðað við Argentínumanninn Lisandro Martínez en sá spilar með Ajax og þekkir því Ten Hag vel. Ekkert er farið yfir þá leikmenn sem Ten Hag gæti viljað losa sig við. Markvörðurinn Dean Henderson er orðaður við nýliða Nottingham Forest en hann er líklegri til að fara þangað á láni frekar en að Forest kaupi hann alfarið. Miðjumaðurinn James Garnar var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn. Vinstri bakvörðurinn Malacia er svo einn fjögurra leikmanna sem getur leyst þá stöðu. Ásamt honum eru þeir Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams allir vanir að spila stöðu vinstri bakvarðar. Sá síðarnefndi getur einnig spilað hægri bakvörð en þar eru fyrir tveir leikmenn. Phil Jones verður að öllum líkindum ekki áfram hjá Man Utd.Getty/Matthew Peters Talið er að Phil Jones megi finna sér nýtt lið og má reikna með að Eric Bailly og Axel Tuanzebe séu falir fyrir rétt verð. Fulham vill fá miðjumanninn Andreas Pereira en hann ku vilja halda heim til Brasilíu. Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial var búinn að gefa út að hann vildi yfirgefa félagið og þá er ólíklegt að Amad Diallo og Facundo Pellistri fái mörg tækifæri í vetur. Sömu sögu er að segja af Tahith Chong sem virðist vera á leið heim til Feyenoord. Það er því nær öruggt að leikmannahópur Man Utd mun taka miklum breytingum áður en Man Utd mætir Brighton & Hove Albion þann 7. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira