Hugleiðing um hold Jóna Torfadóttir skrifar 2. júlí 2022 08:01 Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun