KV gerði einstaklega góða ferð til Ísafjarðar en Vesturbæjarliðið hafði aðeins unnið einn leik fyrir kvöldið á meðan Vestri hafði unnið tvo í röð. Staðan í hálfleik var 2-0 gestunum í vil, Björn Axel Guðjónsson með bæði mörkin.
Grímur Ingi Jakobsson skoraði tvö í upphafi síðari hálfleiks og staðan allt í einu orðin 4-0 gestunum í vil. Deniz Yaldir minnkaði muninn skömmu síðar og Pétur Bjarnason skoraði annað mark Vestra áður en Vladimir Tufegdzic lét reka sig af velli.
Lokatölur 4-2 KV í vil. Liðið er áfram í 11. sæti en það er nú með sjö stig. Vestri er í 8. sæti með 12 stig.
Óskar Atli Magnússon skoraði eina markið er Kórdrengir unnu Gróttu 1-0. Kórdrengir eru í 7. sæti með 13 stig en Grótta er áfram í 2. sæti með 16 stig.
Þá gerðu Grindavík og Selfoss 2-2 jafntefli líkt. Sömu sögu var að segja af Fylki og Aftureldingu. Selfoss er áfram í toppsæti deildarinnar með 18 stig, Fylkir er í 3. sæti með 15 stig, Grindavík er í 6. sæti með 14 stig og Afturelding í 9. sæti með 10 stig.
Markarskorar fengnir frá Fótbolti.net.