Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 09:03 Ráðningarsamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rósu Guðbjartsdóttur var samþykktur á bæjarráðsfundi í gær. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira