Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi niður fordæmi Roe v Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs var uppi mikill vafi í Texas-ríki hvort konur gætu enn farið í þungunarrof. Á fimmtudaginn úrskurðaði dómari í Houston um að konur gætu farið í þungunarrof ekki seinna en í sjöttu viku meðgöngu.
Ríkissaksóknari í Texas, Ken Paxton, skaut málinu til Hæstaréttar Texas sem kom í veg fyrir úrskurðinn. Í hæstarétti eru níu dómarar, allir Repúblikanar.
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hefur bannað eða set takmarkanir á þungunarrof síðan úrskurður Roe v Wade var felldur niður, til dæmis Alabama, Louisiana og Missouri.