Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 16:25 Bjarki Már og Ómar Ingi eru væntanlega mjög spenntir fyrir því að spila á HM í handbolta HSÍ Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn. Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4 HM 2023 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
HM 2023 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira