Umfjöllun og viðtöl: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2022 21:32 KA-menn jöfnuðu metin undir lok leiks. Vísir/Diego KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum nú í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og strax á þriðju mínútu átti Arnór Smárason skalla í slá heimamanna eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Nokkrum mínútum síðar átti Ásgeir Sigurgeirsson ágætis skalla fyrir KA en boltinn fór yfir. Á 10. mínútu átti Haukur Páll góða sendingu inn fyrir á Guðmund Andra sem var kominn í gott færi en varnarmaður KA kastaði sér fyrir boltann sem fór aftur fyrir. Eftir þetta róaðist leikurinn mjög og liðin fóru mjög gætilega og nánast engin fleiri færu komu áður en Erlendur Eiríkson flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn hélt áfram á sömu braut og ekki mikið var að frétta framan af. Elfar Árni átti skot rétt yfir eftir rúmar fimm mínútur og næsta almennilega færi kom í raun ekki fyrr en á 62. mínútu þegar Haukur Páll skallað boltann inn fyrir vörn KA á Tryggva Haraldsson sem sendi boltann fyrir á Guðmund Andra sem var í hörku færi en skot hans fór í varnarmann. Á 64. mínútu átti KA hornspyrnu sem Valsmenn hreinsuðu frá, KA setti boltann aftur inn á teig þar sem boltanum var sparkað hátt og langt fram völlinn en þar stóð Tryggvi Haraldsson aleinn við miðlínuna og enginn KA maður nálægt honum, þeir höfðu allir gleymt sér og farið langt fram yfir miðju og Tryggvi tók á sprett og gaf sér góðan tíma áður en hann renndi boltanum í netið og kom Valsmönnum í forystu. Á 68. mínútu var Guðmundi Andra Tryggvasyni vikið af velli með rautt spjald. Þá kom sending inn fyrir vörn KA sem var of löng og í þann mund sem Kristijan Jajalo var að grípa boltann slæmdi Guðmundur Andri annarri hönd sinni í andlitið á Jajalo og uppskar réttilega rautt spjald. Einum fleiri sóttu heimamenn grimmt og uppskáru eftir því á 81. mínútu þegar boltinn gekk vel manna á milli og Andra Fannar setti boltann á Nökkva Þey sem var staðsettur í miðjum teignum og setti boltann snyritlega í hornið og jafnaði leikinn. KA gerði allt hvað þeir gátu til að jafna, fengu nokkur góð færi og hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar virtist vera brotið á Nökkva Þey en ekkert var dæmt og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Leikurinn var bragðdaufur fram að fyrsta markinu á 64. mínútu þegar Valur komst yfir. Valur missti svo mann af velli með rautt spjald stuttu seinna og KA liðið sótti grimmt eftir það og uppskáru mark og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr Þórisson var hættulegur í seinni hálfleik. Skoraði jöfnunarmarkið og kom sér í góð færi og átti mögulega að fá vítaspyrnu. Ívar Örn Árnason átti enn og aftur flottan leik fyrir KA í hjarta varnarinnar og á allt hrós skilið. Hjá Val voru þeir Tryggvi Haraldsson og Arnór Smárason manna ferskastir. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk mjög illa að bjóða upp á einhverja skemmtun í leiknum sem var virkilega bragðdaufur en það rættist svo úr því. Einhver sagði að mörk breyti leikjum og það átti svo sannarlega við í dag. Hvað gerist næst? KA fær ÍBV í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn kemur kl. 14:00. Valur fær Keflavík í heimsókn á Origo völlinn á mánudaginn næsta kl. 19:15. Arnar: Bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hafði blendnar tilfinningar eftir jafntefli við Val á Akureyri fyrr í kvöld. „Ég er svona smá fúll með það, auðvitað á maður kannski að vera sáttur með það því við jöfnum seint í leiknum en mér fannst frammistaðan verðskulda meira en eitt stig. Mér fannst leikurinn í fyrri hálfleik vera tiltölulega jafn, hvorugt liðið með einhverja yfirburði á vellinum en í seinni hálfleik fannst mér við taka leikinn yfir alveg frá byrjun og alveg til enda og leiðinlegt þegar, ég held að það sé hornspyrna, þegar menn bara gleyma sér og það gerist í fótbolta og þeir refsa grimmilega fyrir það og gera það vel og þá náttúrulega verður leikurinn aðeins erfiðari en við höldum áfram og við sækjum á þá allan tímann. Auðvitað hjálpar að það kemur rautt spjald sem náttúrulega gerir leikinn aðeins þægilegri, þá eru meiri yfirburðir, svo skorum við gott mark en svo hefði ég viljað sjá annað markið fylgja vegna þess að við fengum alveg tækifærin til þess og svo er svona spurning, ég á eftir að sjá það, en mér fannst það vera þannig þegar Nökkvi fer fyrir boltann og Hólmar Örn fer í gegnum hann, mér finnst hann fara í gegnum hann og svo í boltann, en það er bara enn meira svekkjandi ef það er víti, en hann náttúrulega flautaði ekki.“ Arnar var nokkuð sáttur við frammistöðuna en fannst vantar smá bit í sóknarleikinn. „Frammistöðulega séð er ég mjög sáttur við spilamennskuna en við verðum að vera aðeins beittari á síðasti þriðjungi og nýta það sem við erum að fá og koma okkur í þessar frábæru stöður aftur og aftur og mér finnst líka bara, við erum að spila við Val sem hafa verið að standa sig vel í síðustu leikjum og verið að stíga upp, að geta komið hingað og svona tekið alveg gjörsamlega yfir seinni hálfleikinn því það var bara eitt lið á vellinum og leiðinlegt að fá ekkert út úr því.” Sebastiaan Brebels og Oleksii Bykov hafa báðir yfirgefið KA og segir Arnar að liðið sé að þreifa fyrir sér á leikmannamarkaðnum. „Sebastiaan Brebels og Oleksii Bykov eru báðir farnir þannig að það er staðan, við erum að skoða í kringum okkur með leikmenn, sérstaklega með hafsent, vegna þess við erum með tvo stráka sem hafa spilað mjög vel en þeir eru báðir komnir með þrjú gul spjöld og svo er maður náttúrulega alltaf hræddur við það ef einhver meiðist þannig það er klárlega einhver staða sem við þurfum að reyna fylla.” Kristijan Jajalo var í markinu hjá KA í dag en Steinþór Már Auðunsson hefur spilað alla deildarleikina hingað til og Arnar útskýrði hvers vegna Jajalo hafi fengið tækifærið í dag. „Það er bara þannig að við erum með tvo góða markmenn og svo hefur Jajalo fengið þessa tvo leiki sem hann hefur spilað og staðið sig vel og svo er það bara stundum þannig að það er stundum verið að vega og meta og okkur fannst þetta núna vera tækifærið til að gefa honum og hann stóð sig vel í dag aftur þannig að menn eru ekkert að hringla með þessar stöðu og við sjáum bara til hvað gerist. Hann er að fara spila næsta leik en svo kemur bara í ljós hvað gerist í framhaldinu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Valur
KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum nú í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og strax á þriðju mínútu átti Arnór Smárason skalla í slá heimamanna eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Nokkrum mínútum síðar átti Ásgeir Sigurgeirsson ágætis skalla fyrir KA en boltinn fór yfir. Á 10. mínútu átti Haukur Páll góða sendingu inn fyrir á Guðmund Andra sem var kominn í gott færi en varnarmaður KA kastaði sér fyrir boltann sem fór aftur fyrir. Eftir þetta róaðist leikurinn mjög og liðin fóru mjög gætilega og nánast engin fleiri færu komu áður en Erlendur Eiríkson flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn hélt áfram á sömu braut og ekki mikið var að frétta framan af. Elfar Árni átti skot rétt yfir eftir rúmar fimm mínútur og næsta almennilega færi kom í raun ekki fyrr en á 62. mínútu þegar Haukur Páll skallað boltann inn fyrir vörn KA á Tryggva Haraldsson sem sendi boltann fyrir á Guðmund Andra sem var í hörku færi en skot hans fór í varnarmann. Á 64. mínútu átti KA hornspyrnu sem Valsmenn hreinsuðu frá, KA setti boltann aftur inn á teig þar sem boltanum var sparkað hátt og langt fram völlinn en þar stóð Tryggvi Haraldsson aleinn við miðlínuna og enginn KA maður nálægt honum, þeir höfðu allir gleymt sér og farið langt fram yfir miðju og Tryggvi tók á sprett og gaf sér góðan tíma áður en hann renndi boltanum í netið og kom Valsmönnum í forystu. Á 68. mínútu var Guðmundi Andra Tryggvasyni vikið af velli með rautt spjald. Þá kom sending inn fyrir vörn KA sem var of löng og í þann mund sem Kristijan Jajalo var að grípa boltann slæmdi Guðmundur Andri annarri hönd sinni í andlitið á Jajalo og uppskar réttilega rautt spjald. Einum fleiri sóttu heimamenn grimmt og uppskáru eftir því á 81. mínútu þegar boltinn gekk vel manna á milli og Andra Fannar setti boltann á Nökkva Þey sem var staðsettur í miðjum teignum og setti boltann snyritlega í hornið og jafnaði leikinn. KA gerði allt hvað þeir gátu til að jafna, fengu nokkur góð færi og hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar virtist vera brotið á Nökkva Þey en ekkert var dæmt og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Leikurinn var bragðdaufur fram að fyrsta markinu á 64. mínútu þegar Valur komst yfir. Valur missti svo mann af velli með rautt spjald stuttu seinna og KA liðið sótti grimmt eftir það og uppskáru mark og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr Þórisson var hættulegur í seinni hálfleik. Skoraði jöfnunarmarkið og kom sér í góð færi og átti mögulega að fá vítaspyrnu. Ívar Örn Árnason átti enn og aftur flottan leik fyrir KA í hjarta varnarinnar og á allt hrós skilið. Hjá Val voru þeir Tryggvi Haraldsson og Arnór Smárason manna ferskastir. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk mjög illa að bjóða upp á einhverja skemmtun í leiknum sem var virkilega bragðdaufur en það rættist svo úr því. Einhver sagði að mörk breyti leikjum og það átti svo sannarlega við í dag. Hvað gerist næst? KA fær ÍBV í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn kemur kl. 14:00. Valur fær Keflavík í heimsókn á Origo völlinn á mánudaginn næsta kl. 19:15. Arnar: Bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hafði blendnar tilfinningar eftir jafntefli við Val á Akureyri fyrr í kvöld. „Ég er svona smá fúll með það, auðvitað á maður kannski að vera sáttur með það því við jöfnum seint í leiknum en mér fannst frammistaðan verðskulda meira en eitt stig. Mér fannst leikurinn í fyrri hálfleik vera tiltölulega jafn, hvorugt liðið með einhverja yfirburði á vellinum en í seinni hálfleik fannst mér við taka leikinn yfir alveg frá byrjun og alveg til enda og leiðinlegt þegar, ég held að það sé hornspyrna, þegar menn bara gleyma sér og það gerist í fótbolta og þeir refsa grimmilega fyrir það og gera það vel og þá náttúrulega verður leikurinn aðeins erfiðari en við höldum áfram og við sækjum á þá allan tímann. Auðvitað hjálpar að það kemur rautt spjald sem náttúrulega gerir leikinn aðeins þægilegri, þá eru meiri yfirburðir, svo skorum við gott mark en svo hefði ég viljað sjá annað markið fylgja vegna þess að við fengum alveg tækifærin til þess og svo er svona spurning, ég á eftir að sjá það, en mér fannst það vera þannig þegar Nökkvi fer fyrir boltann og Hólmar Örn fer í gegnum hann, mér finnst hann fara í gegnum hann og svo í boltann, en það er bara enn meira svekkjandi ef það er víti, en hann náttúrulega flautaði ekki.“ Arnar var nokkuð sáttur við frammistöðuna en fannst vantar smá bit í sóknarleikinn. „Frammistöðulega séð er ég mjög sáttur við spilamennskuna en við verðum að vera aðeins beittari á síðasti þriðjungi og nýta það sem við erum að fá og koma okkur í þessar frábæru stöður aftur og aftur og mér finnst líka bara, við erum að spila við Val sem hafa verið að standa sig vel í síðustu leikjum og verið að stíga upp, að geta komið hingað og svona tekið alveg gjörsamlega yfir seinni hálfleikinn því það var bara eitt lið á vellinum og leiðinlegt að fá ekkert út úr því.” Sebastiaan Brebels og Oleksii Bykov hafa báðir yfirgefið KA og segir Arnar að liðið sé að þreifa fyrir sér á leikmannamarkaðnum. „Sebastiaan Brebels og Oleksii Bykov eru báðir farnir þannig að það er staðan, við erum að skoða í kringum okkur með leikmenn, sérstaklega með hafsent, vegna þess við erum með tvo stráka sem hafa spilað mjög vel en þeir eru báðir komnir með þrjú gul spjöld og svo er maður náttúrulega alltaf hræddur við það ef einhver meiðist þannig það er klárlega einhver staða sem við þurfum að reyna fylla.” Kristijan Jajalo var í markinu hjá KA í dag en Steinþór Már Auðunsson hefur spilað alla deildarleikina hingað til og Arnar útskýrði hvers vegna Jajalo hafi fengið tækifærið í dag. „Það er bara þannig að við erum með tvo góða markmenn og svo hefur Jajalo fengið þessa tvo leiki sem hann hefur spilað og staðið sig vel og svo er það bara stundum þannig að það er stundum verið að vega og meta og okkur fannst þetta núna vera tækifærið til að gefa honum og hann stóð sig vel í dag aftur þannig að menn eru ekkert að hringla með þessar stöðu og við sjáum bara til hvað gerist. Hann er að fara spila næsta leik en svo kemur bara í ljós hvað gerist í framhaldinu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti