Man City staðfestir Phillips sem fær sex ára samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 15:01 Kalvin Phillips er nýjasti leikmaður Manchester City. Twitter@ManCity Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira