Báðir forsjáraðilar fá nú sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:17 Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Vísir/Vésteinn Báðir forsjáraðilar barna sem búa á tveimur heimilum tengjast nú sjálfkrafa Heilsuveru barna sinna. Hingað til hefur aðgangurinn verið bundinn við lögheimili barnsins þó að forsjárforeldri, sem er ekki með lögheimili barnsins skráð hjá sér, hafi til þessa getað sótt sérstaklega um aðgang. Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira