Ekki hlusta á Lilju Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. júlí 2022 12:01 „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Kjaramál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun