Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 23:31 Vísindamennirnir sigla inn í höfnina á Hjalteyri eftir rannsóknarköfun niður að hverastrýtunum. strýtan.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33