Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 21:49 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur bindur vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu. Vísir/Sigurjón Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“ Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“
Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15