Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 23:43 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á í miklum vandræðum. AP/John Sibley Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18