Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 23:43 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á í miklum vandræðum. AP/John Sibley Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Sjá meira
Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Sjá meira
Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18