Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 21:23 Michael Gove og Boris Johnson árið 2019. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43