Mannúð við aflífun dýra Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 08:00 Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun