Boris Johnson segir af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 11:32 Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á breska þinginu. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Kosningar í Bretlandi Bretland Tengdar fréttir Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22