Zion ætlar ekki að bregðast neinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 16:01 Zion Williamson fékk fínasta samning hjá Pelicans. Hann ætlar ekki að bregðast sjálfum sér né neinum öðrum. Getty Images/Jonathan Bachman Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira