Fram að þessu hafa leikmenn íslenska kvennalandsliðsins ekki getað sagt mikið í viðtölum um fyrstu mótherja íslenska liðsins á Evrópumótinu.
Æfingar liðsins hafa hingað til snerist meira um þær sjálfar en nú er komið að því að fara skoða Belgana betur.
Í viðtölum við fjölmiðlamenn í dag þá sögðu stelpurnar frá mikilvægum fundi sem verður haldinn í kastalanum í kvöld.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir vissi aðspurð ekki mikið um Belgana. „Í rauninni ekki mikið akkúrat núna. Við förum á fund í kvöld þar sem við förum yfir hvernig þær spila og hvernig við komum til leiks,“ sagði Berglind.
„Við erum ekkert búnar að fara neitt rosalega djúpt í Belgíu. Við erum aðallega búnar að einbeita okkur að okkar leik. Við fórum aðeins yfir það hvernig þær spila á æfingu í dag og förum síðan á ítarlegan fund í kvöld um Belgíuliðið,“ sagði Guðrún Arnardóttir.
Ísland mætir Belgíu á sunnudaginn í Manchester.