Segja ólíklegt að ríkisstjórnin geti leitt nauðsynlega orkuöflun Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson, formaður og varaformaður Viðreisnar. Forsvarsmenn Viðreisnar segja ólíklegt að núverandi ríkisstjórn geti haft forystu um þá orkuöflun sem þörf er talin á til að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040. Umhverfis, orku og loftslagsráðherra þurfi að gera nánari grein fyrir orkuöflunaráformum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Daða má Kristóferssyni, formanni og varaformanni Viðreisnar. Vísa þau til þess að samkvæmt grænni skýrslu ríkisstjórnarinnar frá því í mars þurfi að auka orkuframleiðslu um hundrað megavött á hverju árin næstu tvo áratugina, standi til að ná áðurnefndu markmiði ásamt öðrum um hagvöxt með grænni iðnbyltingu. Þorgerður og Daði sendu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, bréf fyrr í vikunni og lögðu til að ráðherrann beitti sér fyrir skipun spretthóps til að undirbúa frumvarp til laga um auðlindagjald vegna vindorkuvera sem hægt væri að afgreiða á Alþingi í haust. Í bréfi þeirra til forsætisráðherra vísuðu þau til ræðu Katrínar sem hún flutti þann 17. júní en þar sagði Katrín þörf á að marka ramma utan um það hvernig arðurinn af vindorku rynni til samfélagsins. Þorgerður og Daði sögðust telja breiða sátt um slíka auðlindagjaldtöku og mikilvægt væri að vinna við lagafrumvarp um það kæmi ekki niður á öðrum mikilvægum ákvörðunum, sem þegar hafi dregist of lengi. Katrín svaraði bréfinu en Þorgerður og Daði eru ekki sátt við svarið og segja það valda verulegum vonbrigðum. „Nauðsynlegt er að umhverfis,-orku og loftslagsráðherra geri nánari grein fyrir orkuöflunaráformum með tímasettri áætlun um það hvernig afla eigi orku vegna orkuskipta og grænna markmiða í atvinnuuppbyggingu þannig að tryggja megi nægjanlegan hagvöxt til þess að unnt verði að verja velferðarkerfið og leysa skuldavanda ríkissjóðs,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu þeirra. Tveir starfshópar myndaðir Í svari Katrínar segir að umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefði tilkynnt nýverið að búið væri að ákveða að skipa starfshóp til að gera tillögur um sérstök lög um nýtingu vindorku og hvernig megi ná markmiðum ríkisstjórnarinnar varðandi það að leggja áherslu á að vindorkuver byggist á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og lágmarka umhverfisáhrif. Mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Þessi starfshópur eigi einnig að finna leiðir til að leysa úr álitaefnum í löggjöf um vindorku. Þau álitaefni snúa meðal annars að skipulags- og leyfisveitingarferli vindorkuverka á viðkvæmum svæðum, hvernig ná eigi sem breiðastri sátt um vindorkuver, mögulega forgangsröðun virkjanarkosta og mögulegri gjaldtöku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og eiga í samráði við hagaðila, ráðuneyti og stofnanir sem við á. Katrín vísaði einnig til þess að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði einnig tilkynnt að stofna ætti annan starfshóp sem ætti að vinna samantekt um nýtingu vinds á hafi í lögsögu Íslands. Nýta eigi þá samantekt til undirbúnings stefnumörkunar stjórnvalda sem lið í gerð uppfærðrar orkuskiptaætlunar. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir „Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01 „Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01 Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Daða má Kristóferssyni, formanni og varaformanni Viðreisnar. Vísa þau til þess að samkvæmt grænni skýrslu ríkisstjórnarinnar frá því í mars þurfi að auka orkuframleiðslu um hundrað megavött á hverju árin næstu tvo áratugina, standi til að ná áðurnefndu markmiði ásamt öðrum um hagvöxt með grænni iðnbyltingu. Þorgerður og Daði sendu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, bréf fyrr í vikunni og lögðu til að ráðherrann beitti sér fyrir skipun spretthóps til að undirbúa frumvarp til laga um auðlindagjald vegna vindorkuvera sem hægt væri að afgreiða á Alþingi í haust. Í bréfi þeirra til forsætisráðherra vísuðu þau til ræðu Katrínar sem hún flutti þann 17. júní en þar sagði Katrín þörf á að marka ramma utan um það hvernig arðurinn af vindorku rynni til samfélagsins. Þorgerður og Daði sögðust telja breiða sátt um slíka auðlindagjaldtöku og mikilvægt væri að vinna við lagafrumvarp um það kæmi ekki niður á öðrum mikilvægum ákvörðunum, sem þegar hafi dregist of lengi. Katrín svaraði bréfinu en Þorgerður og Daði eru ekki sátt við svarið og segja það valda verulegum vonbrigðum. „Nauðsynlegt er að umhverfis,-orku og loftslagsráðherra geri nánari grein fyrir orkuöflunaráformum með tímasettri áætlun um það hvernig afla eigi orku vegna orkuskipta og grænna markmiða í atvinnuuppbyggingu þannig að tryggja megi nægjanlegan hagvöxt til þess að unnt verði að verja velferðarkerfið og leysa skuldavanda ríkissjóðs,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu þeirra. Tveir starfshópar myndaðir Í svari Katrínar segir að umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefði tilkynnt nýverið að búið væri að ákveða að skipa starfshóp til að gera tillögur um sérstök lög um nýtingu vindorku og hvernig megi ná markmiðum ríkisstjórnarinnar varðandi það að leggja áherslu á að vindorkuver byggist á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og lágmarka umhverfisáhrif. Mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Þessi starfshópur eigi einnig að finna leiðir til að leysa úr álitaefnum í löggjöf um vindorku. Þau álitaefni snúa meðal annars að skipulags- og leyfisveitingarferli vindorkuverka á viðkvæmum svæðum, hvernig ná eigi sem breiðastri sátt um vindorkuver, mögulega forgangsröðun virkjanarkosta og mögulegri gjaldtöku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og eiga í samráði við hagaðila, ráðuneyti og stofnanir sem við á. Katrín vísaði einnig til þess að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði einnig tilkynnt að stofna ætti annan starfshóp sem ætti að vinna samantekt um nýtingu vinds á hafi í lögsögu Íslands. Nýta eigi þá samantekt til undirbúnings stefnumörkunar stjórnvalda sem lið í gerð uppfærðrar orkuskiptaætlunar.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir „Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01 „Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01 Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01
„Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01
Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26
Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44
„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55