Draumaferðin er handan við hornið með Icelandair! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 9. júlí 2022 13:31 Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei.... Ég er svona kona sem plana aldrei neitt fram í tímann, tek skyndiákvarðanir út í eitt og panta sjaldnast flug með neinum fyrirvara. Af þessum sökum þarf ég oft að borga svimandi hátt verð en bít í það súra. Það var alltaf þannig að maður pantaði sér flugmiða og fékk úthlutað sæti. Nú fær maður að velja sér sæti í vélinni og ef maður vill aukapláss fyrir fætur þá er hægt að kaupa slíkt á spottprís, en ég er bara þannig kona að ég vil ekki aukapláss fyrir fætur því ég er frekar lág til hnésins og mínir fætur passa bara mjög vel í venjuleg flugvélasæti. Fullkomin lengd til að stinga tánum upp á armana á sætinu fyrir framan og þannig sit ég skólaus allt flugið. Eins fíla ég ekki lúxusbíósæti, þau eru bara alltof stór og köld og óþægileg fyrir mína parta. Annars var mín ályktun sú að þegar ég kaupi mér flugmiða þá er inni í því verði sæti því mér skilst að það sé ekki leyfilegt að standa, nú nema maður komi kannski með sitt eigið belti? Nei, hvað veit ég. Ég allavega bóka fyrir okkur flug, mig og krakkana. Þarf ekki nema eina tösku en í sömu bókun þurfa allir að bóka eins flug, flugmiðinn Economy Standard inniheldur:Baggage: 1 bag included per passengerSeat: Standard legroom Þannig að ég bóka þetta, því það er ekki hægt að bóka bara börnin á annarri bókun án töskunnar þannig ég bara bomba mér á þetta Economy Standard, svakalega spennt fyrir sólinni í Köben og stórafmælinu og öllu eðlilega fólkinu sem er að fara að mæta í afmælið. Það getur allt gerst, enda mitt fólk. Svo kemur að því að velja okkur sæti í bókunarferlinu nema hvað að þegar ég er að fara að velja sæti sé ég að það eru bara laus ókeypis sæti á stangli í vélinni, nema þarna fremst en það eru sæti sem þarf að borga 2.800 kall á sætið því það er svo fínt að sitja þarna fremst. Nei, ekki Saga Class - heldur bara Pöpuls Class, bara þarna fremst. Þannig að núna er komin enn skýrari stéttaskipting í flugvélum: Upper Class er þarna á Saga og allt mjög næs þar. Ekki misskilja mig, væri bara alveg til í að vera alltaf þar. En það er enginn reginmunur á Pöpuls Class og þessum sætum þarna fremst. Það var aldrei þannig. Það var bara Saga og Pöpuls en núna eru þeir búnir að smyrja ofan á sætin fyrir aftan Saga Class í vélinni, af því að það er svo helvíti fínt að sitja þar. Þannig að ef maður vill fá sæti sem eru innifalin í uppgefna verðinu þá verður maður að sitja aftast í vélinni, þarna fyrir aftan held ég sætaröð 10 sirkabút, þá með pöpulnum. En sætin þar fyrir framan, þau eru ægilega fín og kosta. Eru samt alveg eins og hin. Alveg eins. Þau þykja bara svo fín. Þú færð ekki tausérvéttur og hnífapör og ekki betri skjá. 2.800 kall til að finna sósuilminn af Saga Class. Þannig að ofan á ISK 173.305 fyrir 3 Economy Standard flugmiða með okkar yndislegu Flugleiðum bauðst mér að sitja með börnunum tveimur og borga fyrir það 8.400 krónur aukalega. Mér fannst það andskoti brútal þannig að ég bóka flugið án þess að velja sæti og ákvað að hringja í þjónustuverið og athuga hvort þeir gætu ekki græjað þetta þannig að börnin þyrftu ekki að þvælast þarna ein um vélina í sínum sætum fjarri móður sinni. Af því að ég hélt að þeir myndu bara græja þetta þar sem ég hélt ég hefði kannski ekki beint val þar sem ég var að fljúga með börn sem eru tveggja og fimm. Ég hringi og bíð á línunni í klukkustund og 13 mínútur og þar er mér svo sagt að þetta sé bara staðan, 2.800 kall á sæti ef ég vil sitja með börnunum. Vil ég sitja með börnunum? Já, já - en ekki fyrir 8.400 kall! Þessi sæti bara kosta, ég sem var búin að panta mér sæti fyrir tæplega sextíu þúsund kall - TIL KÖBEN! Ég hélt ég væri búin að kaupa mér sæti! Ég segi að þetta sé nú helvíti hart og ég hafi ekkert val þar sem ég er að ferðast með börn, þetta var þarna á meðan ég stóð yfir Vilko-vöfflunum í bústaðnum. Drengurinn á línunni sagði að þetta væri staðan, talaði við yfirmann sem staðfesti svo þetta. Ég bað um að fá að tala við yfirmanninn, en hann sagðist hafa verið að tala við hann, ég spurði þá hvað yfirmaðurinn héti og hann sagðist ekki mega segja mér það, en þá spurði ég hann hvað hann héti og hann greyjð gubbaði því út úr sér. Ég kvaddi svo og sagðist ætla að skoða þetta. Ég fór svo inn á bókunina og dreifði krökkunum um vélina í þau ókeypis sæti sem voru laus og svo ætla ég bara að koma mér fyrir í mínu sæti með mitt hvítvínsglas. Aumingja þeir sem lenda við hliðina á þessum tveggja ára, hann á eftir að vera öskrandi á mat allt flugið og vera með dólg. Þau eiga bara eftir að þurfa að teipa hann eins og þeir gerðu við manninn þarna um árið. Þessi fimm ára á eftir að tala stanslaust allt flugið og ég finn svolítið til með manneskjunni sem á eftir að lenda við hliðina á henni. Það verður enginn friður til að catch up á íslensku bíómyndunum í vélinni. Hún á eftir að þurfa að pissa nokkrum sinnum og vilja éta eitthvað og fá mjólk og biðja þann sem situr við hliðina á sér að leiða sig og halda við headfónin og hækka og lækka og svo á hún bara eftir að tala meira. Svo ef þau panta sér eitthvað, hver á þá á borga? Fluffurnar verða bara að setja þetta í reikning eða láta einhvern annan borga. Krakkarnir eiga eftir að hamast á bjöllunni, það verður ægilega gaman fyrir fluffurnar. Djöfull verður næs hjá mér með hvítvínið og íslensku bíómyndirnar í mínu sæti, fjarri börnunum. Ég á eftir að ná alveg tveimur myndum í fullkominni ró. Takk Icelandair - draumaferðin bíður mín! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Ferðalög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei.... Ég er svona kona sem plana aldrei neitt fram í tímann, tek skyndiákvarðanir út í eitt og panta sjaldnast flug með neinum fyrirvara. Af þessum sökum þarf ég oft að borga svimandi hátt verð en bít í það súra. Það var alltaf þannig að maður pantaði sér flugmiða og fékk úthlutað sæti. Nú fær maður að velja sér sæti í vélinni og ef maður vill aukapláss fyrir fætur þá er hægt að kaupa slíkt á spottprís, en ég er bara þannig kona að ég vil ekki aukapláss fyrir fætur því ég er frekar lág til hnésins og mínir fætur passa bara mjög vel í venjuleg flugvélasæti. Fullkomin lengd til að stinga tánum upp á armana á sætinu fyrir framan og þannig sit ég skólaus allt flugið. Eins fíla ég ekki lúxusbíósæti, þau eru bara alltof stór og köld og óþægileg fyrir mína parta. Annars var mín ályktun sú að þegar ég kaupi mér flugmiða þá er inni í því verði sæti því mér skilst að það sé ekki leyfilegt að standa, nú nema maður komi kannski með sitt eigið belti? Nei, hvað veit ég. Ég allavega bóka fyrir okkur flug, mig og krakkana. Þarf ekki nema eina tösku en í sömu bókun þurfa allir að bóka eins flug, flugmiðinn Economy Standard inniheldur:Baggage: 1 bag included per passengerSeat: Standard legroom Þannig að ég bóka þetta, því það er ekki hægt að bóka bara börnin á annarri bókun án töskunnar þannig ég bara bomba mér á þetta Economy Standard, svakalega spennt fyrir sólinni í Köben og stórafmælinu og öllu eðlilega fólkinu sem er að fara að mæta í afmælið. Það getur allt gerst, enda mitt fólk. Svo kemur að því að velja okkur sæti í bókunarferlinu nema hvað að þegar ég er að fara að velja sæti sé ég að það eru bara laus ókeypis sæti á stangli í vélinni, nema þarna fremst en það eru sæti sem þarf að borga 2.800 kall á sætið því það er svo fínt að sitja þarna fremst. Nei, ekki Saga Class - heldur bara Pöpuls Class, bara þarna fremst. Þannig að núna er komin enn skýrari stéttaskipting í flugvélum: Upper Class er þarna á Saga og allt mjög næs þar. Ekki misskilja mig, væri bara alveg til í að vera alltaf þar. En það er enginn reginmunur á Pöpuls Class og þessum sætum þarna fremst. Það var aldrei þannig. Það var bara Saga og Pöpuls en núna eru þeir búnir að smyrja ofan á sætin fyrir aftan Saga Class í vélinni, af því að það er svo helvíti fínt að sitja þar. Þannig að ef maður vill fá sæti sem eru innifalin í uppgefna verðinu þá verður maður að sitja aftast í vélinni, þarna fyrir aftan held ég sætaröð 10 sirkabút, þá með pöpulnum. En sætin þar fyrir framan, þau eru ægilega fín og kosta. Eru samt alveg eins og hin. Alveg eins. Þau þykja bara svo fín. Þú færð ekki tausérvéttur og hnífapör og ekki betri skjá. 2.800 kall til að finna sósuilminn af Saga Class. Þannig að ofan á ISK 173.305 fyrir 3 Economy Standard flugmiða með okkar yndislegu Flugleiðum bauðst mér að sitja með börnunum tveimur og borga fyrir það 8.400 krónur aukalega. Mér fannst það andskoti brútal þannig að ég bóka flugið án þess að velja sæti og ákvað að hringja í þjónustuverið og athuga hvort þeir gætu ekki græjað þetta þannig að börnin þyrftu ekki að þvælast þarna ein um vélina í sínum sætum fjarri móður sinni. Af því að ég hélt að þeir myndu bara græja þetta þar sem ég hélt ég hefði kannski ekki beint val þar sem ég var að fljúga með börn sem eru tveggja og fimm. Ég hringi og bíð á línunni í klukkustund og 13 mínútur og þar er mér svo sagt að þetta sé bara staðan, 2.800 kall á sæti ef ég vil sitja með börnunum. Vil ég sitja með börnunum? Já, já - en ekki fyrir 8.400 kall! Þessi sæti bara kosta, ég sem var búin að panta mér sæti fyrir tæplega sextíu þúsund kall - TIL KÖBEN! Ég hélt ég væri búin að kaupa mér sæti! Ég segi að þetta sé nú helvíti hart og ég hafi ekkert val þar sem ég er að ferðast með börn, þetta var þarna á meðan ég stóð yfir Vilko-vöfflunum í bústaðnum. Drengurinn á línunni sagði að þetta væri staðan, talaði við yfirmann sem staðfesti svo þetta. Ég bað um að fá að tala við yfirmanninn, en hann sagðist hafa verið að tala við hann, ég spurði þá hvað yfirmaðurinn héti og hann sagðist ekki mega segja mér það, en þá spurði ég hann hvað hann héti og hann greyjð gubbaði því út úr sér. Ég kvaddi svo og sagðist ætla að skoða þetta. Ég fór svo inn á bókunina og dreifði krökkunum um vélina í þau ókeypis sæti sem voru laus og svo ætla ég bara að koma mér fyrir í mínu sæti með mitt hvítvínsglas. Aumingja þeir sem lenda við hliðina á þessum tveggja ára, hann á eftir að vera öskrandi á mat allt flugið og vera með dólg. Þau eiga bara eftir að þurfa að teipa hann eins og þeir gerðu við manninn þarna um árið. Þessi fimm ára á eftir að tala stanslaust allt flugið og ég finn svolítið til með manneskjunni sem á eftir að lenda við hliðina á henni. Það verður enginn friður til að catch up á íslensku bíómyndunum í vélinni. Hún á eftir að þurfa að pissa nokkrum sinnum og vilja éta eitthvað og fá mjólk og biðja þann sem situr við hliðina á sér að leiða sig og halda við headfónin og hækka og lækka og svo á hún bara eftir að tala meira. Svo ef þau panta sér eitthvað, hver á þá á borga? Fluffurnar verða bara að setja þetta í reikning eða láta einhvern annan borga. Krakkarnir eiga eftir að hamast á bjöllunni, það verður ægilega gaman fyrir fluffurnar. Djöfull verður næs hjá mér með hvítvínið og íslensku bíómyndirnar í mínu sæti, fjarri börnunum. Ég á eftir að ná alveg tveimur myndum í fullkominni ró. Takk Icelandair - draumaferðin bíður mín! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar