Bayern hefur áhuga á Kane en Tottenham telur hann ósnertanlegan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júlí 2022 14:31 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane, stjörnuframherja Tottenham, í sínar raðir ef Robert Lewandowski yfirgefur þýsku meistarana. Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira