Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. júlí 2022 17:00 Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar