Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 07:30 Kristall Máni er mættur til Noregs. RBK.NO Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. Hinn tvítugi Kristall Máni skrifar undir fjögurra ára samning við Rosenborg eða út tímabilið 2026. Þá segir á vefsíðu norska félagsins að Kristall Máni muni skipta þann 1. ágúst er félagaskiptaglugginn í Noregi opnar. Hann nær því tveimur leikjum til viðbótar með Víkingum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð hins tvítuga Kristals Mána sem var frábær með Íslands- og bikarmeisturum Víkings á síðustu leiktíð. Hann hefur haldið áfram að spila vel í sumar, bæði með Víkingum sem og U-21 árs landsliði Íslands. Átti hann stóran þátt í að U-21 árs landsliðið komst í umspil um sæti á lokakeppni EM. Hann var svo frábær meðan hans naut við í fyrri leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa jafnað metin í 1-1 þar sem dómari leiksins taldi hann vera að ögra stuðningsfólki Malmö. — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Hann flaug til Noregs um helgina og hefur gengið frá sínum málum þar sem Rosenborg tilkynnti hann sem nýjan leikmann nú í morgunsárið. Færsla liðsins á Twitter vekur athygli en þar má sjá lyndistákn (e. emoji) sem er með fingur uppi að vörum sínum, sama handahreyfing og Kristall Máni fékk sitt annað gula spjald fyrir gegn Malmö. „Það er mjög gott að vera hér. Borgin er fín, leikvangurinn er flottur. Þetta er risastórt félag og ég er spenntur. Það voru nokkur önnur lið sem höfðu áhuga en eftir að ég heyrði af áhuga Rosenborgar var valið einfalt,“ sagði Kristall Máni í kynningarmyndbandi félagsins. „Ég tel mig nokkuð skapandi leikmann, vill vera með boltann og skapa annað hvort færi eða mörk. Þegar ég kom aftur til Íslands var ég hægri bakvörður en ég hef breyst mikið og er orðinn mun meira sóknarþenkjandi. Draumurinn minn er að vinna deildina, ég vil einblína á það og svo sjáum við hvað gerist.“ Velkommin, Kristall pic.twitter.com/DkSsiwuY6c— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Rosenborg er sem stendur í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. Á liðið tvo leiki til góða á Viking sem er með 25 stig í 3. sætinu. Rosenborg er eitt af stærstu liðum Norðurlanda. Hefur liðið orðið Noregsmeistari 26 sinnum, oftast allra liða landsins. Þá hefur liðið 12 sinnum orðið bikarmeistari. Fótbolti Norski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni skrifar undir fjögurra ára samning við Rosenborg eða út tímabilið 2026. Þá segir á vefsíðu norska félagsins að Kristall Máni muni skipta þann 1. ágúst er félagaskiptaglugginn í Noregi opnar. Hann nær því tveimur leikjum til viðbótar með Víkingum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð hins tvítuga Kristals Mána sem var frábær með Íslands- og bikarmeisturum Víkings á síðustu leiktíð. Hann hefur haldið áfram að spila vel í sumar, bæði með Víkingum sem og U-21 árs landsliði Íslands. Átti hann stóran þátt í að U-21 árs landsliðið komst í umspil um sæti á lokakeppni EM. Hann var svo frábær meðan hans naut við í fyrri leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa jafnað metin í 1-1 þar sem dómari leiksins taldi hann vera að ögra stuðningsfólki Malmö. — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Hann flaug til Noregs um helgina og hefur gengið frá sínum málum þar sem Rosenborg tilkynnti hann sem nýjan leikmann nú í morgunsárið. Færsla liðsins á Twitter vekur athygli en þar má sjá lyndistákn (e. emoji) sem er með fingur uppi að vörum sínum, sama handahreyfing og Kristall Máni fékk sitt annað gula spjald fyrir gegn Malmö. „Það er mjög gott að vera hér. Borgin er fín, leikvangurinn er flottur. Þetta er risastórt félag og ég er spenntur. Það voru nokkur önnur lið sem höfðu áhuga en eftir að ég heyrði af áhuga Rosenborgar var valið einfalt,“ sagði Kristall Máni í kynningarmyndbandi félagsins. „Ég tel mig nokkuð skapandi leikmann, vill vera með boltann og skapa annað hvort færi eða mörk. Þegar ég kom aftur til Íslands var ég hægri bakvörður en ég hef breyst mikið og er orðinn mun meira sóknarþenkjandi. Draumurinn minn er að vinna deildina, ég vil einblína á það og svo sjáum við hvað gerist.“ Velkommin, Kristall pic.twitter.com/DkSsiwuY6c— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Rosenborg er sem stendur í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. Á liðið tvo leiki til góða á Viking sem er með 25 stig í 3. sætinu. Rosenborg er eitt af stærstu liðum Norðurlanda. Hefur liðið orðið Noregsmeistari 26 sinnum, oftast allra liða landsins. Þá hefur liðið 12 sinnum orðið bikarmeistari.
Fótbolti Norski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51
Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45
Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31
Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð