Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Paul Pogba er ekki allra. EPA-EFE/TIM KEETON „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. „Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri. Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
„Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri.
Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira