Óli Valur mættur til Sirius Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 09:30 Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð. @siriusfotboll Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30