Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 16:00 Víkingur tók á móti Malmö í háspennuleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Vísir/Hulda Margrét Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira