Takmörkuð gæði Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2022 16:00 Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun