Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 16:46 Marcus Rashford, leikmaður Man United. Anusak Laowilas/Getty Images Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira