Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 07:01 Fulltrúar meirihlutans í Hveragerði er skrifað var undir samstarfssáttmála. Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent