Borgin stendur þétt með olíufélögunum og gefur þeim grænt ljós á lóðabrask Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 15. júlí 2022 13:30 Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bensín og olía Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun