Borgin stendur þétt með olíufélögunum og gefur þeim grænt ljós á lóðabrask Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 15. júlí 2022 13:30 Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bensín og olía Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun